Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Betri flokkar hækka í verði en lakari flokkar lækka
Fréttir 23. ágúst 2021

Betri flokkar hækka í verði en lakari flokkar lækka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur birt breytingar á verðskrá sinni á ungnautakjöti og tekur breytingin gildi 30. ágúst næstkomandi. Verð á undnautakjöti hækkar við breytingarnar aðrir flokkar eru óbreyttir. Breytingin felst í lækkun á lakari flokkum og hækkun á betri flokkum.

Allir gripir sem flokkast undir 200 kíló lækka í verði, P gripir frá 9,4% í rúmlega 17,5%. O- gripir undir 200 kíló lækkar um 5,4% og aðrir flokkar undir 200 kíló lækka um 4,2 til 4,3%. Sláturfélagið breytti verðskrá sinni síðast í nóvember 2020 og er þannig 12 mánaða breyting á undir 200 kílóum gripum frá 24% í 2,7%, mest í lökustu flokkuninni.

Í þyngdarflokknum 200 til 260 kílóa gripir eru það einungis O og lakari flokkar sem lækka um 1,2% niður í 4,4% fyrir P-. O flokkar og betri standa í stað.

Í yfir 260 kílóa þyngdarflokki er það einungis P og P- sem lækka en allir aðrir flokkar hækka. Frá O nemur hækkunin í kringum 2%.

Ef horft er til 12 mánaða sést að lækkunin á P- hefur verið í kringum 10% meðan að U hefur hækkað um 3,6% en annað hefur breyst minna.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda, naut.is segir að það veki athygli að um sé um að ræða fyrstu verðbreytingu ársins 2021. Árin á undan hefur verið algengt að sláturleyfishafar breyti verðskrám sínum tvisvar til þrisvar á ári. „Það væri því ekki ósennilegt að frekari verðbreytinga væri að vænta. Því er mikilvægt fyrir bændur að fylgjast vel með verðskránum sem að eru reglulega uppfærðar og má finna nýjustu uppfærsluna undir Markaðsmál og verðlistar á forsíðu naut.is“.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...